Wednesday, September 25

Tíðindin eru ekki af verri endanum. Í gær var stofnað félag sem gæti vel umbylt þjóðlífinu á þessu litla landi. MASCULINE er félag þeirra sem vilja styðja við baráttu gegn ofríki kvenna hér á landi og stuðla að jafnrétti. Slagorðið okkar er mótvægi við þá frægu setningu ,,Konur eru líka menn", og er það ,,Karlar eru líka fólk". Félagsmenn munu láta til sín taka með greinaskrifum í nafni félagsins, mótmæla- og kröfugöngum ofl. Innan skamms mun verða opnuð heimasíða þar sem áhugasamir geta skráð sig í félagið. Ekki mun vera félagsgjald, en fréttablað mun verða sent út óreglulega.
Forsvarsmenn þessa nýja og róttæka félags erum við, nokkrir drengir úr H.Í. sem höfum mikið að segja um þetta málefni, og munum láta fara mikið fyrir okkur. Bíðið bara!!
Elvis has left the building.

Monday, September 23

Ég var í tíma í morgun. Svosem ekki frásögu færandi (jú víst! ef það væri ekki frásögu færandi væri ég ekki að segja þér frá því! þetta er fáránlegt orðatiltæki eins og svo mörg önnur!)
Aaaallavega. Ég var í tíma í morgun, tölvunarfræði hjá Sven, og maðurinn var svo áhugaverður að ég hefði ekki getað haldið mér vakandi þótt Jennifer Love Hewitt hefði verið að strippa fremst á sviðinu. Einstaka sinnum hrökk ég þó við þegar hann leit af skjánum og út í salinn og öskraði óvart sinni skræku röddu í míkrafóninn eitthvað um if-else setningar í java. *sniff* *hóst*
Síðan þegar hann var búinn að ganga nokkrum sinnum fram og til baka, að töflunni og hripa eitthvað og aftur að laptopinu (sem hann kann ekkert á) og allan tímann talandi ofan í bringuna á sér (*sniff* *hóst*), þá gerðist svolítið sniðugt. Hann var búinn að flækja sig þvílíkt í snúrunni frá míkrófóninum og stendur við borðið hjá laptopinu. Hann beygir sig niður til að losa flækjuna en ekkert gangur. Tekur hann þá til þess bragðs að rykkja í snúruna en missir takið og rekur hausinn upp undir borðið og hrynur niður af sviðinu með aðra löppina ennþá fasta í míkrófónsnúrunni! Hann berst um (ekki jafn mikið og fólk í salnum berst við hláturinn) og rykkir aftur í snúruna sem vill ekki losna heldur kippir borðinu og báðum laptop tölvunum niður af sviðinu og beint yfir sjálfan sig! Aumingja Sven! (*sniff* *hóst*) Hann blótar þessi lifandis ósköp með skræku röddinni sinni og það glymur um allann salinn, því míkrófónninn er jú enn rammfastur í honum. Þeir sem sátu á fremsta bekk stóðu upp og reyndu að hjálpa honum eitthvað en hann barði frá sér og tókst loksins að standa upp með windowsið blueskreenað í bakgrunninum og hleypur út um hliðarhurðina og er næstum dottinn enn og aftur um snúruna góðu. Þetta var það eina merkilega sem gerðist í tölvunarfræði í morgun! Eða kanski var mig að dreyma. Allavega, ég skemmti mér konunglega.
(*sniff* *hóst*)
Hurru. Ef það eru ekki bara þvílílk tíðindi á klakanum daginn sem við setjum upp blogg síðuna okkar! Hann Einar er hættur í verkfræðinni! Og ekki nóg með það (eins og það sé ekki nógu mikið sjokk fyrir okkur öll nú á þessum síðustu og verstu tímum), hann er harðákveðinn í að hjálpa lítilmagnanum í baraáttu sinni við ofuröfl ríkis og bæja! Já, mikið rétt, hann er farinn í lögfræðina.
Persónulega finnst mér það ótrúlegt (Einar? lögfræðingur? neiii... hann er ekki nógu vondur í sér), en á sama tíma hið besta mál að hann hafi loks ákveðið hvað honum finnst um þessi mál. (Ákveður maður það sem manni finnst? Eða finnst manni það bara? Mér finnst amk það sem ég ákveð... Alltaf að standa (eða falla) með eigin ákvörðunum). Og ákvörðun Einars er lögfræði. Til hamingju kallinn. Ég vildi óska að ég hefði kjark í að fara í heimspekina (kanski á morgun, guð hjálpi okkur öllum, eins og ég bulli og röfli ekki nógu mikið fyrir!).

Allavega, ég Ellert og Hlynur vorum á röltinu í dag hjá háskólabíó og vorum að kryfja draum sem Ellerti dreymdi nýlega. Hann var á þá leið: Einar var klifrandi upp ljósastaur fyrir utan VR-II til að ræna ljósaperunni úr honum. Við strákarnir stóðum hjá og horfðum á þegar Einar datt af staurnum, lenti á hausnum og hálsbrotnaði. Við hópumst að honum og ætlum að kalla á sjúkrabíl, en þá sprettur Einar á fætur og segir nei þetta er allt í lagi ég fer bara sjálfur. Og svo hleypur hann í átt að spítalanum haldandi um hausinn á sér.
Og hvað finnst ykkur um það!?
Hérna er amk okkar skýring: Ljósaperan er ljósið í lífinu, hann var að reyna að finna það, ljósastaurinn hjá VR-II er verkfræðin. Hann datt úr verkfræðinni en reyndi samt að "halda haus" og fór því á spítalann, og ellert benti á að leiðin á Landspítalann (amk loftlínan) frá VR-II liggur í gegnum lögberg!!! Og hvað finnst ykkur um það!?

Keep it real.