Jújú, ég er mættur aftur.
Er samt farinn að sjá það að ég hef lítið sem ekkert vit á bloggi miðað við MARVIN! Starvin Marvin er alveg að missa sig í þessu! Fyrirgefðu Marvin minn, en ég var að skoða síðuna þína í dag. Þú varst meira að segja í sömu tölvustofu, en allavega. Ég opnaði einn link og eyddi smá tíma á fínni síðu. Þegar ég kom aftur inn á síðuna þína varstu búinn að uppfæra hana aftur! NÍU SINNUM!!! (ég taldi!) Og ég taldi líka eftir daginn (svona bara ganni), og hann uppfærði síðuna sína 41 sinni yfir daginn! Öllu má nú ofgera Marvin minn. :)
Smá fréttir af mér fyrri þá sem ekki vita. Ég er kominn í tölvunarfræði úr verkfræðinni. Nennti ekki þessu bulli lengur, enginn áhugi hjá mér, og þá meina ég ekki nokkur vottur af honum, og er það lítið skárra í tölvunarfræðinni. Jæja, ég á greinilega lítið erindi í H-skóla, það sér hver hálfvita maður. Vonandi gengur restinni af eðlisfræðinördaklíkunni betur! Það eru tveir fallnir, tveir eftir í HÍ, og ein erlendis og plumar sig vonandi vel (þótt maður heyri aldrei frá henni!). Og svo heyrir maður minna og minna í Hr. Lögfæðingi. Hann er bara að lögbergast eitthvað útí bæ. Samasem fluttur í bæinn, lítið fútt í því að mínu mati.
Ég er að fara að sofa. Dreymi ykkur vel! (hvort sem það er í rúminu ykkar heima, eða í mis-þægilegum sætum H-skólabíós. ;)
Cya.
Er samt farinn að sjá það að ég hef lítið sem ekkert vit á bloggi miðað við MARVIN! Starvin Marvin er alveg að missa sig í þessu! Fyrirgefðu Marvin minn, en ég var að skoða síðuna þína í dag. Þú varst meira að segja í sömu tölvustofu, en allavega. Ég opnaði einn link og eyddi smá tíma á fínni síðu. Þegar ég kom aftur inn á síðuna þína varstu búinn að uppfæra hana aftur! NÍU SINNUM!!! (ég taldi!) Og ég taldi líka eftir daginn (svona bara ganni), og hann uppfærði síðuna sína 41 sinni yfir daginn! Öllu má nú ofgera Marvin minn. :)
Smá fréttir af mér fyrri þá sem ekki vita. Ég er kominn í tölvunarfræði úr verkfræðinni. Nennti ekki þessu bulli lengur, enginn áhugi hjá mér, og þá meina ég ekki nokkur vottur af honum, og er það lítið skárra í tölvunarfræðinni. Jæja, ég á greinilega lítið erindi í H-skóla, það sér hver hálfvita maður. Vonandi gengur restinni af eðlisfræðinördaklíkunni betur! Það eru tveir fallnir, tveir eftir í HÍ, og ein erlendis og plumar sig vonandi vel (þótt maður heyri aldrei frá henni!). Og svo heyrir maður minna og minna í Hr. Lögfæðingi. Hann er bara að lögbergast eitthvað útí bæ. Samasem fluttur í bæinn, lítið fútt í því að mínu mati.
Ég er að fara að sofa. Dreymi ykkur vel! (hvort sem það er í rúminu ykkar heima, eða í mis-þægilegum sætum H-skólabíós. ;)
Cya.